SKEMMTUN FYRIR ÖLL TILEFNI

Blöðrulistaverk

Jón Víðis býr til listaverk úr blöðrum. Blöðrudýr, blóm og hatta á hátíðum og ýmiskonar viðburðum.

Töfrabragðanámskeið

Námskeið í töfrabrögðum og sviðsframkomu fyrir 8 – 12 ára, byrjendur sem lengra komna

Barnahátíðir og hópefli

Smiðjur á barnahátíðum t.d. Barnamenningarhátíð í Reykjavík eða hópefli fyrir vinnustaði.

Útihátíðir

Jón Víðis er með skemmtileg töfrabrögð fyrir stórar útihátíðir á 17. júní eða minni vor- og sumarhátíðir.

Barnaafmæli

Jón Víðis hefur mikla reynslu af því að skemmta börnum og afmælistöfrabrögðin koma alltaf skemmtilega á óvart!

Brúðkaup

Jón Víðis hefur birst í þó nokkrum brúðkaupum og skemmt brúðhjónunum og gestum þeirra.

Stórafmæli

Í afmælum og öðrum veislum fyrir fullorðna er Jón Víðis með töfrabrögð sem hæfa tilefninu.

Árshátíðir og vinnustaðaskemmtanir

Árshátíðir eru mismunandi að stærð, Jón Víðis er með töfra sem passa við öll tækifæri.

Vörukynningar

Jón Víðis býður upp á töfrasýningar til að skemmta áhorfendum milli kynninga eða að kynna vöruna á nýstárlegan hátt með því að láta hana birtast með töfrabragði.