YFIR 20 ÁRA REYNSLA

Árshátíðir geta verið mismunandi eftir stærð og staðsetningu, Jón Víðis er með töfraprógram sem passar við öll tækifæri. Jón Víðis getur verið með sýningu/uppistand, gengið á milli eða sýnt undir borðum allt eftir því hvað passar hverju sinni.

Sýningin er 20-30 mín. uppistand með töfrabrögðum þar sem starfsmenn fá að reyna sig með töframanninum.
Áherslan er á skemmtanagildi töfrabragðanna og að allir geti verið ánægðir með sína frammistöðu með töframanninum. Ef áhugi er fyrir því að saga höfuðið af einhverjum er Jón Víðis með réttu græjurnar í verkið.

Í standandi veislu gerir Jón Víðis töfrabrögð í nánd, gengur á milli fólks og sýnir töfrabrögð fyrir litla hópa í einu þar sem fólk fær að upplifa töfrana beint fyrir framan sig.

Jón getur líka gengið á milli borða og gert töfrabrögð undir borðum fyrir eitt og eitt borð í einu og fólk fær að upplifa töfrana beint fyrir framan sig.

Þú getur fengið töframanninn í heimsókn til þín!

Hvort sem það er BARNAAFMÆLI, BRÚÐKAUP, ÁRSHÁTÍÐ eða bara almenn skemmtun, þá getur þú fengið töframanninn í heimsókn til þín.

Hafðu samband í síma, sendu tölvupóst eða skilaboð.