YFIR 20 ÁRA REYNSLA

Jón Víðis býður upp á töfrasýningar til að skemmta áhorfendum milli kynninga eða að kynna vöruna á nýstárlegan hátt með því að láta hana birtast með töfrabragði. Einnig getur Jón Víðis staðið við sýningarbás og dregið fólk að með töfrabrögðum. Ef það er viðeigandi getur Jón Víðis notað vöruna eða töfrabrögð merkt viðkomandi fyrirtæki eða vöru.

Þú getur fengið töframanninn í heimsókn til þín!

Hvort sem það er BARNAAFMÆLI, BRÚÐKAUP, ÁRSHÁTÍÐ eða bara almenn skemmtun, þá getur þú fengið töframanninn í heimsókn til þín.

Hafðu samband í síma, sendu tölvupóst eða skilaboð.