Jón Víðis hefur haldið smiðjur fyrir börn á barnahátíðum eins og Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Menningarnótt, Hátíð hafsins, Barnahátíð á Dalvík, Keflavík og víðar.
Smiðjurnar standa venjulega í 1-2 tíma og geta verið rúllandi þar sem fólk kemur og fer, lærir eitt eða tvö töfrabrögð eða pappírsbrot og heldur svo í næstu smiðju. Eða fólk mætir og er á staðnum allan tímann meðan smiðjan er í gangi.
Dæmi um smiðjur sem Jón Víðis hefur verið með:
Töfrabrögð – tilraunir – loftbelgjagerð – sjóræningjasmiðja – sverða-/víkingasmiðja – pappírsbrot (origami) – brúðugerð – skutlur – bókasmiðja – flugdrekagerð – leikir – o.fl.
Hópefli:
Leikir – Hópeflisleikir fyrir fullorðna þátttakendur, þar sem fólk þarf að vinna saman að verkefni með skemmtun í bland.
Flugdrekar – Alvöru flugdrekar sem hægt er að fljúga úti (og virka) þurfa smá golu. Virkar vel sem hópefli fyrir vinnustaði.