YFIR 20 ÁRA REYNSLA

Jón Víðis hefur mikla reynslu af því að skemmta börnum og afmælistöfrabrögðin koma alltaf skemmtilega á óvart!

Allir í afmælinu fá að aðstoða töframanninn þannig að allir fá að vera með í einu atriði. Lengdin er ca. 30-45 mín. eftir því hve margir eru í afmælinu. Fyrir 500 kr. aukalega gerir Jón Víðis töfrabragð þar sem hann fær 500 kr. lánaðar hjá afmælisbarninu og breytir þeim í 1.000 kr. sem afmælisbarnið heldur!

Það er ýmislegt sem birtist og hverfur í sýningunni en í síðasta atriðinu bakar Jón Víðis köku fyrir afmælisbarnið, sem allir geta fengið að smakka áður en hann lætur sig hverfa.

Allar sýningar eru sniðnar að aldri afmælisbarns og gesta og töfrabrögðin alltaf viðeigandi fyrir þann aldurshóp sem sýnt er fyrir.

Þú getur fengið töframanninn í heimsókn til þín!

Hvort sem það er BARNAAFMÆLI, BRÚÐKAUP, ÁRSHÁTÍÐ eða bara almenn skemmtun, þá getur þú fengið töframanninn í heimsókn til þín.

Hafðu samband í síma, sendu tölvupóst eða skilaboð.