Í afmælum eða öðrum veislum fyrir fullorðna er Jón Víðis með viðeigandi töfraprógram, hvort sem það er í heimahúsi eða sal út í bæ. Sýningin er 20-30 mínútna uppistand með töfrabrögðum þar sem gestir eru teknir upp á svið og þeir fá að reyna sig með töframanninum.
Áherslan er á skemmtanagildi töfrabragðanna og að allir geti verið ánægðir með sína frammistöðu með töframanninum. Ef áhugi er fyrir því að saga höfuðið af einhverjum er Jón Víðis með réttu græjurnar!
Í standandi veislu getur Jón Víðis sýnt töfrabrögð í nánd, gengið á milli fólks og sýnt töfrabrögð fyrir litla hópa í einu þar sem fólk fær að upplifa töfrana beint fyrir framan sig.