TEXT HERE

YFIR 20 ÁRA REYNSLA SEM TÖFRAMAÐUR

  • image
  • image
  • image
  • image
  • image

Jón Víðis býður ykkur öll velkomin á vefsíðu sína!

Jón Víðis Jakobsson hefur verið starfandi töframaður frá því fyrir aldamót!

Hann hefur skemmt víða um land sem töframaður, á árshátíðum, í barnaafmælum, haldið sýningar og komð fram á alls konar skemmtunum þar sem fólk hefur viljað brosa.

Regína Hrönn Ragnarsdóttir er myndasmiðurinn og hefur tekið myndirnar á vefsíðunni og kunnum við henni miklar þakkir fyrir!

Skráning hafin á töfrabragðanámskeið 18.-21. júní 2024!!
Skráðu þig áður en það fyllist!!

Frekari upplýsingar og skráning
SMELLTU HÉR!

SKEMMTUN FYRIR ÖLL TILEFNI

Blöðrulistaverk

Jón Víðis býr til listaverk úr blöðrum. Blöðrudýr, blóm og hatta á hátíðum og ýmiskonar viðburðum.

Töfrabragðanámskeið

Námskeið í töfrabrögðum og sviðsframkomu fyrir 8 – 12 ára, byrjendur sem lengra komna

Barnahátíðir og hópefli

Smiðjur á barnahátíðum t.d. Barnamenningarhátíð í Reykjavík eða hópefli fyrir vinnustaði.

Útihátíðir

Jón Víðis er með skemmtileg töfrabrögð fyrir stórar útihátíðir á 17. júní eða minni vor- og sumarhátíðir.

Barnaafmæli

Jón Víðis hefur mikla reynslu af því að skemmta börnum og afmælistöfrabrögðin koma alltaf skemmtilega á óvart!

Brúðkaup

Jón Víðis hefur birst í þó nokkrum brúðkaupum og skemmt brúðhjónunum og gestum þeirra.

Stórafmæli

Í afmælum og öðrum veislum fyrir fullorðna er Jón Víðis með töfrabrögð sem hæfa tilefninu.

Árshátíðir og vinnustaðaskemmtanir

Árshátíðir eru mismunandi að stærð, Jón Víðis er með töfra sem passa við öll tækifæri.

Vörukynningar

Jón Víðis býður upp á töfrasýningar til að skemmta áhorfendum milli kynninga eða að kynna vöruna á nýstárlegan hátt með því að láta hana birtast með töfrabragði.

SKEMMTUN FYRIR ÖLL TILEFNI

UMSAGNIR

image

Ragnheiður Valdimarsdóttir

starfsmannafélagi RÚV
Töframaðurinn var frábær! - Það höfðu allir gaman af þessum skemmtilegu töfrabrögðum sem Jón Víðis sýndi á jólaskemmtun okkar, jafnt börn sem fullorðnir.
image

Björn Hilmarsson

Skátafélaginu Vífli
Hann er eini skemmtikrafturinn sem ég hef séð halda athygli og spennu 300 krakka á mismunandi aldri, í hálftíma!
image

Bernhard Jóhannesson

Kiwanisklúbbnum Eldey
Jón Víðis töframaður kom verulega á óvart á árshátíð okkar bæði með frábærum töfrabrögðum sem skildu fólk eftir agndofa, en ekki síst með góðu gríni svo okkur verkjaði í magann!