YFIR 20 ÁRA REYNSLA

Jón Víðis hefur frá 2007 haldið námskeið í töfrabrögðum og sviðsframkomu fyrir 8-14 ára, byrjendur sem lengra komna.
Námskeiðið er haldið fyrstu heilu vikuna í júní eftir skólaslit.
Þetta skemmtilega vikulanga töfrabragðanámskeið stendur daglega frá kl. 9-14 og hefur alltaf verið fjölsótt.
Á námskeiðinu eru kennd auðveld og erfið töfrabrögð, stór og lítil, farið í leiki og haft gaman. Námskeiðinu lýkur með sýningu fyrir foreldra og aðra gesti, þar sem árangur vikunnar er sýndur.

Undanfarin ár hafa töfrabragðanámskeiðin verið mjög vinsæl, hér eru nokkrar tilvitnanir frá foreldrum:

„Þetta er alveg frábært námskeið, sýningin hjá krökkunum í lokin var alveg brilliant!“

„Má ég vera með næst?“

„Hún á eftir að lifa lengi á þessu, hún hefur ekki talað um annað alla vikuna.“

Jón hefur einnig verið með töfrabragðasmiðjur eða dagsútgáfur af töfrabragðanámskeiði inni í öðrum námskeiðum, t.d. fyrir Heimilisiðnaðarfélagið.

Þú getur fengið töframanninn í heimsókn til þín!

Hvort sem það er BARNAAFMÆLI, BRÚÐKAUP, ÁRSHÁTÍÐ eða bara almenn skemmtun, þá getur þú fengið töframanninn í heimsókn til þín.

Hafðu samband í síma, sendu tölvupóst eða skilaboð.